Eva Dögg og Hjalti Þórarinn í þriðja sæti Íslandsglímunnar

Eva Dögg Jóhannsdóttir og Hjalti Þórarinn Ásmundsson urðu í þriðja sæti Íslandsglímunnar sem haldin var á Selfossi um síðustu helgi.

Eva Dögg lagði Margréti Rún Rúnarsdóttur úr Herði á Ísafirði í úrslitaglímu um bronsið í kvennaflokki en þar er keppt um Freyjumenið. Heimakonan Marín Laufey Davíðsdóttir vann það þriðja árið í röð.

Í karlaflokki var glímt um Grettisbeltið. Þar varð Hjalti Þórarinn Ásmundsson í þriðja sæti með átta vinnina. Pétur Eyþórsson, Ármanni, vann beltið í áttunda sinn.

Eva Dögg og Hjalti æfa bæði með glímudeild Vals á Reyðarfirði en keppa undir merkjum UÍA. Frá sambandinu tóku einnig þátt Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, Magnús Karl Ásmundsson og Hjörtur Elí Steinþórsson.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok