Ungt fólk og lýðræði hefst í dag

Lýðræðisráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, sem fram fer í Valaskjálf á Egilsstöðum, hefst í dag. Von er á um sextíu þátttakendum á ráðstefnuna.

Þátttakendur koma af öllu landinu. Bæði koma þeir með flugi frá Reykjavík og rútu sem leggur af stað frá Akureyri en eins bætast heimamenn í hópinn. Hópurinn hittist í Valaskjálf klukkan átta í kvöld þar sem byrjað verður á samhristingi.

Formleg setning er klukkan tíu í fyrramálið. Sabína Steinunn Halldórsdóttir, ráðstefnustjóri, ávarpar ráðstefnuna fyrir hönd Ungmennafélags Íslands sem stendur að baki ráðstefnunni. Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar á Fljótsdalshéraði, tekur á móti gestum fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samkvæmt heimildum uia.is er von á þriðja fyrirlesaranum með ávarp en ekki hefur fengist uppgefið hver það sé.

Að loknum ávörpum byrja fyrirlestar ráðstefnunnar. Þá flytja Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna og Katrín Karlsdóttir, M.Sc. í skipulagsverkfræði og umhverfissálarfræði. Þema ráðstefnunnar í ár er ungt fólk og skipulag.

Eftir hádegi á morgun og á föstudagsmorgun verður unnið í vinnustofum. Dagskráin verður að auki brotin upp með kvöldvöku á fimmtudagskvöld og skoðunarferð um Egilsstaði seinni part fimmtudags.

Formleg kynningar á niðurstöðum ráðstefnunnar er klukkan 13:00 á föstudag. Þangað eru allir velkomnir.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok