Hrönn sigurvegari í kvennatölti Blæs

Heimakonan Hrönn Hilmarsdóttir hrósaði sigri í flokki vanra kvenna á kvennatölti Blæs sem haldið var í Dalahöllinni í þriðja sinn fyrir skemmstu.

Mótið er haldið til minningar um hestakonuna Halldóru Jónsdóttur. Fjölskylda hennar stendur fyir mótinu en Blær sá um framkvæmd þess í ár. Alls voru 19 hross skráð til keppni og 16 knapar. Úrslit voru sem hér segir.

Telpnaflokkur:

1. Elísabet Líf Theodórsdóttir
2. Guðrún Jóhannsdóttir
3. Sigríður Theodóra Sigurðardóttir
4. Arndís Lilja Geirsdóttir

Minna vanar konur:

1. Þórey Sigfúsdóttir
2. Anna Bergljót Sigurðardóttir
3. Sigrún Júlía Geirsdóttir

Vanar konur:

1. Hrönn Hilmarsdóttir
2. Dagrún Drótt Valgarðsdóttir
3. Erla Guðbjörg Leifsdóttir 
4. Guðbjörg O. Friðjónsdóttir
5. Laufey Sigurðardóttir

Mótið tókst vel í alla staði og er síðasti viðburður í Dalahöllinni í bili. Ástæðan er að nú fer í hönd mikill framkvæmdatími þar sem gera á félagsaðstöðu og hesthús inni í höllinni.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok