Ásinn vann Bólholtsbikarinn

Ungmennafélagið Ásinn fagnaði á sunnudag sigri í Bólholtsbikarnum í körfuknattleik eftir 58-46 sigur á Sérdeildinni 1, sigurvegurum tveggja síðustu ára, í úrslitaleik.

Sex lið skráðu sig til keppni í haust en fimm luku keppni. Á sunnudag fór fram úrslitakeppni fjögurra efstu liðanna í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Sérdeildin 1, sem hafnaði í þriðja sæti forkeppninnar, vann Sérdeildina 2 í fyrri undanúrslitaleiknum. Liðin skiptust á að hafa forustuna en Sérdeildin 1 seig fram úr í fjórða leikhluta. Sérdeildin 2 fékk þrjú færi til að jafna í síðustu sókninni en þau geiguðu öll.

Hinn undanúrslitaleikurinn var mun hraðari og meira skorað í honum en mun minni spenna. Ásinn var með um tuttugu stiga forskot allan leikinn gegn Austra og vann 89-55.

Sérdeildin 1 og Austri mættust því í leiknum um þriðja sætið. Austri hafði þá bætt við sig leikmönnum frá undanúrslitunum. Sérdeildin hafði samt öruggt forskot allan leikinn og vann að lokum 78-49.

Ásinn, sem varð efstur í deildakeppninni með 16 stig líkt og Sérdeildin 2 en hafði betur í innbyrðis viðureignum, tók forustuna strax í fyrsta fjórðungi gegn Sérdeildinni 1 í úrslitaleiknum og hélt henni til loka. Helst var það í síðasta leikhluta sem saman dró með liðunum en það kom ekki í veg fyrir að nýtt nafn yrði skráð á bikarinn.

Þetta er í þriðja sinn sem UÍA og Bólholt standa fyrir bikarkeppni á Austurlandi í körfuknattleik. Fannar Magnússon var stigahæstur í keppninni, skoraði 159 stig í átta leikjum.

Myndir úr úrslitakeppninni

Ásinn – Sérdeild 1 58-46 
(20-12, 38-20, 50-28, 58-46).
Stig Ássins: Jónas Hafþór 16, Ívar Karl 14, Rúnar 11, Jónas Ástþór, Elvar Ægisson 5, Valdemar 3, Villi Pálmi, Elís 2.
Stig Sérdeildarinnar 2: Viggó 16, Hjálmar Baldursson 7, Dóri, Sigurdór, Sigfús 6, Hjalli Jóns 5.

Sérdeild 2 – Austri 78-49
(16-9, 42-22, 65-37, 78-49)
Sérdeild 2: Fannar 19, Máni Vals 15, Kjartan, Anton Helgi 12, Siggi 7, Ingvar 6, Davíð Logi 4, Brói 3.
Austri: Siggi Sölvi 14, Steini, Ólafur Hlynur 10, Nikki 6, Jóhann Örn 3, Pétur, Heimir, Konráð 2.

Ásinn – Austri 89-55 
(23-13, 53-21, 78-37, 89-55)
Ásinn: Elvar Ægis 28, Jónas Hafþór 13, Jónas Ásþór, Rúnar 11, Ívar Karl 10, Elís 8, Valdemar 2.
Austri: Siggi Sölvi 16, Steini 12, Ólafur Hlynur 11, Pétur 6, Nkki, Heimir 5, Jóhann 1.

Sérdeild 2 – Sérdeild 1 37-40
(11-10, 16-20, 31-29, 37-40).
Sérdeild 2: Fannar 12, Anton Helgi 8, Ingar 6, Máni Vals 5, Davíð Logi, Davíð Skúlason, Kjartan 2.
Sérdeild 1: Sigfús 14, Viggó 13, Dóri 8, Ævar 3, Hjalli 2.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok