Ungt fólk og lýðræði á Egilsstöðum

 

Ungmennafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum dagana 20. - 22. mars. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er þáttaka ungs fólks í skipulagsmálum sveitarfélaga.

 

Ráðstefnan er nú haldin í fjórða sinn en mikil ánægja hefur verið með ráðstefnuna síðustu ár og hafa margir óskað eftir því að UMFÍ haldi áfram að leiða starf ungmenna í landinu.

Fulltrúar í ungmennaráði UMFÍ aðstoða við undirbúning og framkvæmd ráðstefnunnar. Ungmenna- og Íþróttasamband Austurlands er gestgjafi ráðstefunnar að þessu sinni og kemur einnig að undirbúning hennar í samstafi við Fljótsdalshérað.

Ráðstefnan er með öllu vímuefnalaus og þátttakendur undir 18 ára aldri skulu mæta í fylgd fullorðins aðila. Alls eru 75 sæti fyrir ráðstefnugesti í boði.

 

Dagskrá:

Miðvikudagur 20.mars

Móttaka og afhending ráðstefnugagna

20:00 Kvöldverður

Samhristingur og dagskrá kynnt: Sabína Steinunn Halldórsdóttir

Verkefni úr Kompás: Ungmennaráð UMFÍ

 

Fimmtudagur 21.mars

Morgunleikfimi og morgunverður

9:00 Dagskrá hefst

10:00 Ávarp gesta og formleg setning

Fyrirlesarar:

Katrín Karlsdóttir, M.Sc. í skipulagsverkfræði og umhverfissálarfræði.

Umboðsmaður barna

Verkefni úr Kompás: Ungmennaráð UMFÍ

Hádegisverður

Vinnustofur tengdar efni fyrirlesara, umsjón í höndum fyrirlesara og starfsmanna UMFÍ.

Hressing

Kynnisferð: Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

Kvöldverður

Verkefni úr Kompás: Ungmennaráð UMFÍ

Kvöldvaka: Ungmennaráð UMFÍ

 

Föstudagur 22.mars

Morgunleikfimi og morgunverður

9:00 Vinnustofur hefjast

Verkefni úr Kompás: Ungmennaráð UMFÍ

Hádegisverður

13:00 Niðurstöður hvers hóps kynntar

Umræður, samantekt og ályktun: Formaður UÍA – Gunnar Gunnarsson

15:00 Ráðstefnuslit

 

Þátttökugjald er kr. 10.000. –

UMFÍ tekur þátt í ferðakostnaði þátttakenda. Nánari upplýsingar og skráning hjá Sabínu Steinunni Halldórsdóttur, landsfulltrúa í síma 568-2929 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Skráningarfrestur er til 13. mars.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok