Upplýsingar fyrir fjarfund með dr. Viðari

UÍA ætlar að senda út fyrirlestur Dr. Viðars Halldórssonar um niðurstöður Ánægjuvogarinnar, sem haldinn verður í fyrirlestrasal Egilsstaðaskóla á fimmtudag.

Fundurinn verður sendur út í gegnum vefkerfi sem heitir ÜberConference. Kerfið líkist helst símafundi nema að hægt er að sitja hann í gegnum netið. Ekki þarf að sækja nein sérstök forrit fyrir fundinn en hins vegar er nauðsynlegt að nota Google Chrome vafrann sem sækja má hér.

Heimsækja þarf slóðina http://www.uberconference.com/u/uia í Google Chrome og slá inn PIN-númer: 11357. Í Dial-In Options þarf að velja "Connect Via Computer" og svo "Call".

Forritið mun síðan biðja um aðgang að hljóðnema og þá er best að ýta á "allow". Við hvetjum notendur til að hafa almennt slökkt á hljóðnemum sínum á meðan fyrirlestrinum stendur. Það er hægt að gera með að ýta á Ü merkið við nafn viðkomandi þátttaka og ýta þar á hljóðnemamerkið þannig það verði rautt. Sama aðgerð er notuð til að virkja hljóðnemann aftur á meðan fyrirlestrinum stendur ef þurfa þykir. Við verðum hins vegar vakandi á spjallinu í kerfinu og tökum þar við spurningum til Dr. Viðars.

Ef kerfið biður um frekari aðgangsheimildir þá á að vera meinlaust að heimila því þær.

Netútsendingin verður komin í gang klukkan fimm á fimmtudag (fyrirlesturinn hefst kl. 17:15).

Ekki þarf að skrá sig sérstaklega inn í kerfið en það getur hjálpað við auðkenningu notanda. Það hjálpar okkur hins vegar ef áhugasamir láta vita af sér hyggist þeir nýta þjónustuna, sérstaklega ef þeir hafa skráð sig inn í kerfið, á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Ekki verður um myndútsendingu að ræða en hægt verður að nálgast glærur dr. Viðars í gegnum kerfið á meðan fundinum stendur.

Með því að notast við þetta fyrirkomulag og forrit teljum við okkur ná betri gæðum á útsendingunni en ella og einfaldara notendaviðmóti fyrir sem flesta.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, í síma 848-1981 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok