Uppskeruhátíð Neista
Uppskeruhátíð Neista var haldin í gær, 17. febrúar. Mikill fjöldi iðkenda mætti á svæðið og einnig þó nokkrir foreldrar. Veitt voru iðkendaverðlaun og var Bjarni Tristan Vilbergsson kosinn íþróttamaður ársins.
Þykir hann vel að þeim titli kominn þar sem hann er mjög duglegur og hæfileikaríkur ungur íþróttamaður. Hann var einnig valinn Fótboltaneistinn og Anný Mist Snjólfsdóttir var Sundneistinn. Fyrir fyrirmyndaástundun í sinni grein fengu þeir Kristófer Dan Stefánsson, fyrir fótbolta og Davíð Örn Sigurðarson, fyrir sund, bikar.