Hennýjarmót í sundi 3. mars

Sunddeild Austra heldur þann 3. mars næstkomandi Hennýjarmót, til minningar um Þorbjörgu Henný Eiríksdóttur sem fórst af slysförum í fyrravetur, en Henný hefði orðið 19 ára þennan dag.

Mótið fór fram í fyrsta skipti í fyrra og var afar vel sótt og skemmtilegt í alla staði. Mótið er stigamót og í fyrra á hampaði sunddeild Hattar Hennýjarbikarnum en spennandi verður að sjá hvernig fer í ár.

Keppt verður í eftirfarandi greinum og eru allir áhugasamir sundgarpar hvattir til að mæta.

8 ára og yngri:

25m Bringusund, 25m Skriðsund, 25m Baksund, 25m Flugsund

9-10 ára:

50m Bringusund, 50m Skriðsund, 25m Baksund, 25m flugsund,100m fjórsund.

11-12 ára:

50m Bringusund, 50m Skriðsund, 50m Baksund, 25m Flugsund, 100m fjórsund

13-14 ára:

100m bringusund, 50m skriðsund, 50m baksund, 50m flugsund, 100m fjórsund

15-17 ára:

100m bringusund, 50 skriðsund, 50m baksund, 50n flugsund, 100m fjórsund

 

Boðsund:

12 ára og yngri 4 X 100 m skriðsund

12 ára og eldri 4 x 100m skriðsund.

Mótsgjald er 2000 krónur og innifalið í því er keppnisgjald og pizzaveisla.

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Valgeir Davíðsson, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Á myndinni má sjá ríkjandi Hennýjarbikarmeistara í sunddeild Hattar, fagna á mótinu í fyrra.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok