Hennýjarmót í sundi 3. mars
Sunddeild Austra heldur þann 3. mars næstkomandi Hennýjarmót, til minningar um Þorbjörgu Henný Eiríksdóttur sem fórst af slysförum í fyrravetur, en Henný hefði orðið 19 ára þennan dag.
Mótið fór fram í fyrsta skipti í fyrra og var afar vel sótt og skemmtilegt í alla staði. Mótið er stigamót og í fyrra á hampaði sunddeild Hattar Hennýjarbikarnum en spennandi verður að sjá hvernig fer í ár.
Keppt verður í eftirfarandi greinum og eru allir áhugasamir sundgarpar hvattir til að mæta.
8 ára og yngri:
25m Bringusund, 25m Skriðsund, 25m Baksund, 25m Flugsund
9-10 ára:
50m Bringusund, 50m Skriðsund, 25m Baksund, 25m flugsund,100m fjórsund.
11-12 ára:
50m Bringusund, 50m Skriðsund, 50m Baksund, 25m Flugsund, 100m fjórsund
13-14 ára:
100m bringusund, 50m skriðsund, 50m baksund, 50m flugsund, 100m fjórsund
15-17 ára:
100m bringusund, 50 skriðsund, 50m baksund, 50n flugsund, 100m fjórsund
Boðsund:
12 ára og yngri 4 X 100 m skriðsund
12 ára og eldri 4 x 100m skriðsund.
Mótsgjald er 2000 krónur og innifalið í því er keppnisgjald og pizzaveisla.
Nánari upplýsingar veitir Jóhann Valgeir Davíðsson, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Á myndinni má sjá ríkjandi Hennýjarbikarmeistara í sunddeild Hattar, fagna á mótinu í fyrra.