Páskaeggjamót í frjálsum á sunnudag

Páskaeggjamót UÍA og Fjarðasports í frjálsíþróttum fer fram í Neskaupstað á sunnudag. Mótið er fyrir ellefu ára og eldri.

Keppt verður í hástökki, langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu, kúluvarpi og 100 m hlaupi í flokkum stráka og stelpna; 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri.

Keppendur í 6.-7. bekk geta fengið árangur sinn á mótinu skráðan og metinn inn í skólaþríþraut FRÍ. Keppendur safna stigum fyrir árangur í hverri grein sem lögð vera saman í lok móts. Stigahæsti keppandi í hverjum flokki fær stórt páskaegg í verðlaun.

Allir keppendur fá lítil páskaegg í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna. Heppnir þátttakendur fá útdráttarverðlaun. Frítt í sund fyrir keppendur að móti loknu.

Þátttökugjöld 500 kr. á keppenda óháð greinafjölda. Skráningar berist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 471-1353 fyrir hádegi á laugardag, 16. mars. Keppni hefst klukkan 11:00 sunnudaginn 17. mars.

Við skráningu þarf að gefa upp: fullt nafn keppanda, fæðingarár, í hvaða greinum hann keppir og fyrir hvaða félag.

Allir velkomnir og ekki forsenda að hafa æft frjálsar íþróttir til að geta verið með.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok