Námskeið um hreyfingu og heilsu 50 ára og eldri

Ungmennafélag Íslands og Félag áhugafólks um íþróttir aldraða (FÁÍA) standa fyrir dags námskeiði um hreyfingu og heilsu 50 ára og eldri á Reykjalundi föstudaginn 22. mars. Námskeiðið er ætlað leiðbeinendum um hreyfingu einstaklinga 50 ára og eldri sem og fyrir áhugafólk um hreyfingu almennt.

Dagskrá

Kl. 10:00–10:15 Kynning á Landsmóti UMFÍ 50+ og FÁÍA
Kl. 10:15–10:45 Gunnlaugur Júlíusson, ofurhlaupari: Þú getur meira en þú heldur.
Kl. 10:45–11:25 Ólöf Guðný Geirsdóttir, næringarfræðingur: Hefur matur og hreyfing áhrif á hvernig við verðum gömul?
Kl. 11:25–12:15 Hádegismatur
Kl. 12:15–12:50 Kristján Ómar Björnsson: Stafræn þjálfun aldraðra.
Kl. 13:00–13:30 Kristján Ómar Björnsson: Æfingar í íþróttasal.
Kl. 13:40–14:10 Sóley Jóhannsdóttir frá Stúdíó Sóleyjar: Leikfimi og dans í íþróttasal.
Kl. 14:20–15:30 Kynning á ýmsum íþróttum fyrir 50 ára og eldri.
Kl. 15:30–16:00 Kaffi - slit á námskeiðinu.
Kl. 16:15–16:45 Aðalfundur FÁÍA – allir velkomnir

Þátttökugjald er 3.000 kr. og innifalið í því eru námskeiðsgögn, hádegismatur og kaffi.

Verkleg kennsla verður í íþróttasal og því er mælt með þægilegum fatnaði.

Skráning fer fram hjá Sigurði Guðmundssyni, landsfulltrúa UMFÍ, á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 568-2929 fyrir 19. mars.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok