Þing UÍA í Neskaupstað 14. apríl

Þing UÍA verður haldið í Egilsbúð í Neskaupstað sunnudaginn 14. apríl klukkan 11:00. Þingið er æðsta vald í málefnum sambandsins.

Drög að dagskrá:

1. Setning og kosning starfsmanna
2. Skýrsla stjórnar
3. Skýrslur sérráða
4. Ársreikningur
5. Umræður um skýrslur og reikninga
6. Vísan mála í nefndir
7. Veiting viðurkennina, ávörp gesta, hádegismatur
8. Nefndarstarf
9. Afgreiðsla mála úr nefndum
10. Kosningar
11. Önnur mál
12. Þingslit.

Tillögur að breytingum á lögum UÍA skal skila til stjórnar eigi síðar en þremur vikum fyrir þing.

Sambandsþing UÍA er fulltrúaþing og hefur hvert aðildarfélag rétt til að senda atkvæðisbæra fulltrúa á þingið miðað við fjölda fullskattskyldra félaga samkvæmt félagatali síðastliðins starfsárs.

Stjórnarmenn og varastjórnarmenn í UÍA eiga sjálfkrafa atkvæðisrétt á sambandsþingi. Auk þess eiga seturétt á þinginu með málfrelsi og tillögurétt, fulltrúar í sérráðum UÍA, aðrir sem kjörnir eru í trúnaðarstöður hjá sambandinu og þeir aðrir sem stjórn UÍA býður til þings.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok