Ístölt Austurlands

 

Ístölt Austurlands var haldið við frábærar aðstæður á Móavatni við Tjarnarland um helgina.  Veðrið var frábært í alla staði blankalogn og sól. Hestar og knapar léku listir sínar á ísilögðu vatninu með Dyrfjöllin fögru í bakgrunn.

Keppt var í eftirfarandi flokkum: Tölt 16 ára og yngri, tölti áhugamanna, tölti opnum flokki, B-flokk og A-flokk.

Lesa meira

Höttur gerir atlögu að öðru sætinu

Körfuknattleikslið Hattar gerir harða atlögu að öðru sæti 1. deildar karla í körfuknattleik en liðið vann á sunnudag keppinautana í Skallagrími í Borgarnesi 86-97.

Lesa meira

Sagnanámskeið UÍA farið af stað

UÍA stendur þessa dagana fyrir sagnanámskeiði fyrir börn og unglinga undir yfirskriftinni ,,Á ég að segja þér sögu?". Um er að ræða farandnámskeið en Berglind Agnarsdóttir sagnaþula sér um námskeiðið og mun hún heimsækja nokkra þéttbýlisstaði á Austurlandi, segja sögur af sinni alkunnu snilld og kenna undirstöðu atriði í frásagnarlist.

Lesa meira

Allir hlæja á Öskudaginn....

Ýmsar furðuverur hafa lagt leið sína á UÍA skrifstofuna það sem af er degi, margar þeirra ráku þar upp stór augu er glaðhlakkaleg gulrót tók á móti þeim.

Gulrótin hlýddi hugfangin á fagran söng gestanna og þakkaði fyrir sig meðal annars með gulrótum, enda eru þær prýðis íþróttanammi og eiga vel við á Öskudegi sem og öðrum dögum.

Lesa meira

Bólholtsbikarinn hálfnaður

Bólholtsbikarinn utandeildarkeppni í körfuknattleik, hefur verið í fullum gangi síðan í haust og er nú fimm umferðum af tíu lokið. Sex lið eru í keppninni; Austri, Ásinn/SE, Einherji, ME, Neisti og Sérdeild Hattar. Sigurvegarar síðasta árs Sérdeildin hafa byrjað vel og unnið alla leiki sína til þessa, Austri hefur landað þrem sigrum, ME og Einherji tveimur en Neisti og Ásinn/SE hafa einum sigri náð.

Lesa meira

Afreksstyrkir Landbankans

 

Landsbankinn auglýsir nú eftir umsóknum um afreksstyrki en þeim er ætlað að styðja við bakið á afreksfólki sem iðkar einstaklingsíþróttir. Einnig verða veittir styrkir til ungs og efnilegs íþróttafólks sem á framtíðina fyrir sér. Styrkirnir nema alls 3.000.000 kr. og skiptast þannig:

Afreksstyrkir – 6-10 styrkir að upphæð 300.000-500.000 kr.

Afreksfólk framtíðarinnar – 2-3 styrkir að upphæð 100.000-200.000 kr.

Lesa meira

Höttur gerir það gott á Íslandsmóti í hópfimleikum

Um síðustu helgi fór fram á Selfossi, Íslandsmót unglinga í hópfimleikum í 1.deildinni.
Íslandsmót unglinga er stærsta mót vetrarins og voru í keppni fimmtíu og tvö lið sem kepptu í mismunandi aldursflokkum.  Fimleikdeild Hattar fór þar mikinn og vann tvo Íslandsmeistaratitla í 5. flokki drengja 9-12 ára og  í 4. flokki drengir/blandað 12-14 ára.

Lesa meira

Námskeið í Ólympíu

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum,
konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum
alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 16. til 30.
júní n.k.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ