Sagnanámskeið UÍA farið af stað
UÍA stendur þessa dagana fyrir sagnanámskeiði fyrir börn og unglinga undir yfirskriftinni ,,Á ég að segja þér sögu?". Um er að ræða farandnámskeið en Berglind Agnarsdóttir sagnaþula sér um námskeiðið og mun hún heimsækja nokkra þéttbýlisstaði á Austurlandi, segja sögur af sinni alkunnu snilld og kenna undirstöðu atriði í frásagnarlist.
Námskeiðið eru ætlað annarsvegar börnum á miðstigi og hinsvegar á unglingastigi og er aldurshópunum kennt sitt í hvoru lagi. Fyrstu námskeiðin fóru fram á Djúpavogi í síðustu viku og voru haldin í samstarfi við UMF Neista og Grunnskólan á Djúpavogi. Þar var Berglindi afar vel tekið, hvert sæti var skipað á báðum námskeiðunum og þátttakendur afar áhugasamir.
Næstu námskeið fara fram á Vopnafirði 23. febrúar.
Hér á myndinni má sjá börn úr UMF Neista en þau fjölmenntu á námskeiðin.