Yfir sjö þúsund vinnustundir sjálfboðaliða að baki Unglingalandsmótinu

Á fimmta hundrað sjálfboðaliða lögðu á sig samtals yfir sjö þúsund stunda vinnu til að Unglingalandsmót UMFÍ yrði að veruleika. Nítján félög lögðu til sjálfboðaliða en langflestir komu frá Hetti.

Frá þessu var greint á uppgjörsfundi Unglingalandsmótsnefndar á Egilsstöðum í gærkvöldi. Sjálfboðaliðarnir voru alls 431 og vinnustundir þeirra 7176. Flestir sjálfboðaliðanna, 56% skráðu sig til vinnu fyrir Hött á Egilsstöðum.

Flestir sjálfboðaliðar voru að störfum við frjálsíþróttir eða 100 og næst flestir við knattspyrnu, 57. Flestar vinnustundir voru einnig skráðar á frjálsíþróttirnar, 2026 eða 28% en næst flestar á undirbúningsnefndina, 23%. Nefndin var að störfum í um tvö ár.

Yfir 60% vinnustundanna voru skráðar á sjálfboðaliða Hattar en næst flestar á Akstursíþróttafélagið START (6,4%) og á Þrist (4,8%).

Engin launuð störf eru inn í þessum tölum. Uppgjör mótsins verður nánar kynnt fyrir aðildarfélögum UÍA á þingi í vor. Tölurnar sýna, svo ekki verður um villst, þau miklu verðmæti sem ungmenna- og íþróttahreyfingin skapar með sjálfboðaliðavinnu.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok