Ístölt Austurlands
Ístölt Austurlands var haldið við frábærar aðstæður á Móavatni við Tjarnarland um helgina. Veðrið var frábært í alla staði blankalogn og sól. Hestar og knapar léku listir sínar á ísilögðu vatninu með Dyrfjöllin fögru í bakgrunn.
Keppt var í eftirfarandi flokkum: Tölt 16 ára og yngri, tölti áhugamanna, tölti opnum flokki, B-flokk og A-flokk.
Stjórn Freyfaxa þakkar kærlega öllum þeim keppendum, áhorfendum, styrktaraðilum og starfsmönnum sem komu að mótinu og gerðu það mögulegt.
Hans Friðrik Kjerúlf og Stórval frá Lundi sigruðu bæði opinn flokk í tölti og B-flokk. Norðanmaðurinn Þorbjörn Hreinn Matthíasson og Gígja frá Litla-Garði sigruðu A-flokkinn. Hrönn Hilmarsdóttir og Vífill frá Íbishóli sigruðu tölt áhugamanna og Katrín Birna Barkardóttir og Hrollur frá Grímsey sigruðu tölt 16 ára og yngri.
Hér eru úrslit mótsins:
Börn og unglingar yngri en 16 ára
1. Katrín Birna Barkadóttir/ Hrollur Frá Grímsey 5,75
2. Snorri Guðröðarson/Svali frá Flugumýri 5,65
3. Guðdís Eiríksdóttir/Prins frá Deildarfelli 5,6
4. Magnús Benediktssón /Fálki frá Reyðarfirði 5,15
5. Styrmir Benediktssón/Gambri frá Skjöldólfsstöðum 3,5
Tölt Áhugamanna
1. Hrönn Hilmarsdóttir/ Vífill frá Íbishóli 7
2. Þuríður Lillý Sigurðardóttir/Safír frá Sléttu 6,35
3. Sigurður Sveinbjörnsson/Eydís frá Neskaupsstað 6,25
4. Ármann Magnússon/Drottning frá Egilsstaðabæ 5,9
5. Eysteinn Einarsson/ Tign frá Garði 5,6
6. Stefán Einarsson/ Vökull frá Tjarnarlandi 5,1
B-flokkur
1. Hans Kerúlf/Stórval frá Lundi 8,77
2. Guðröður Ágústsson/Bútur frá Víðivöllum fremri 8,7
3. Stefán Sveinsson/Dís frá Aðalbóli 8,4
4. Þorbjörn Hreinn Matthíasson /Vaka frá Hólum 8,38
5. Sigurður Sveinbjörnsson/Eydís frá Neskaupsstað 8,37
6. Marietta Maissen/Snerpa frá Höskuldsstöðum 8,36
7. Hrönn Hilmarsdóttir/Vífill frá Íbishóli 8,3
8. Eysteinn Einarsson/ Dalvar frá Tjarnarlandi 8,19
A flokkur
1. Þorbjörn Hreinn Matthíasson/Gígja frá Litla-Garði 8,61
2. Ragnar Magnússon/Sólmundur frá Úlfsstöðum 8,46
3. Guðröður Ágústsson/Ábóti frá Síðu 8,38
4. Stefán Sveinsson /Keila frá Útnyrðingsstöðum 8,04
5. Einar Ben Þorsteinsson/Jökull frá Ketilsstöðum 7,88
6. Hans Kerúlf/Flugar frá Kollaleiru 7,71
7. Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir/Stubbur frá Möðruvöllum 7,13
Tölt Opinn
1. Hans Kerúlf/Stórval frá Lundi 7,25
2. Stefán Sveinsson/Dís frá Aðalbóli 7,05
3. Nikólína Rúnarsdóttir/Ronja frá Kollaleiru 6,75
4. Þorbjörn Hreinn Matthíasson /Vaka frá Hólum 6,6
5. Guðröður Ágústsson/Bútur frá Víðivöllum fremri 6,45