Námskeið í Ólympíu

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum,
konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum
alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 16. til 30.
júní n.k.

Að þessu sinni er umfjöllunarefnið ólympismi auk þess sem
fjallað er um lýðræði og gildi þess í störfum Ólympíuhreyfingarinnar.
Flugferðir og uppihald eru þátttakendum að kostnaðarlausu.
Leitað er eftir einstaklingum sem náð hafa mjög góðum árangri í
íþróttagrein (-greinum) og/eða sinnt kennslu/þjálfun/félagsstörfum innan
íþróttahreyfingarinnar, ásamt því að sýna málefnum
ólympíuhreyfingarinnar sérstakan áhuga. Þeir skulu hafa gott vald á
ensku og/eða frönsku og vera fyrirmynd annars æskufólks í hvívetna.
Umsóknum skal skilað, á þar til gerðum eyðublöðum til skrifstofu ÍSÍ,
Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, ekki seinna en föstudaginn 2. mars
n.k. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöðin á heimasíðu ÍSÍ,
www.isi.is.
Umsókn skal skilað á ensku og skulu fylgja henni tvær passamyndir.
Frekari upplýsingar veitir Örvar Ólafsson verkefnastjóri á skrifstofu ÍSÍ.
Sími 514 4000, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Einnig má benda á heimasíður IOA www.ioa-sessions.org/ , og
www.ioa.org.gr

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok