Höttur gerir það gott á Íslandsmóti í hópfimleikum
Um síðustu helgi fór fram á Selfossi, Íslandsmót unglinga í hópfimleikum í 1.deildinni.
Íslandsmót unglinga er stærsta mót vetrarins og voru í keppni fimmtíu og tvö lið sem kepptu í mismunandi aldursflokkum. Fimleikdeild Hattar fór þar mikinn og vann tvo Íslandsmeistaratitla í 5. flokki drengja 9-12 ára og í 4. flokki drengir/blandað 12-14 ára.
Alls átti Höttur fimmtuíu og fjóra keppendur (6 lið), þar á meðal voru tvö ung lið þar sem flestir keppendur voru að taka þátt í sínu fyrsta stóra móti. Hattarliðin öll stóðu sig vel að vanda og sjaldan hafa verið eins margir áhorfendur frá Hetti í áhorfendastúku og þessa helgi.
Nánari úrslit af mótinu má sjá hér á vef Fimleikasambands Íslands.
Hér á myndunum má sjá lið Hattar sem unnu Íslandsmeistaratitla á mótinu.