Höttur gerir það gott á Íslandsmóti í hópfimleikum

Um síðustu helgi fór fram á Selfossi, Íslandsmót unglinga í hópfimleikum í 1.deildinni.
Íslandsmót unglinga er stærsta mót vetrarins og voru í keppni fimmtíu og tvö lið sem kepptu í mismunandi aldursflokkum.  Fimleikdeild Hattar fór þar mikinn og vann tvo Íslandsmeistaratitla í 5. flokki drengja 9-12 ára og  í 4. flokki drengir/blandað 12-14 ára. Alls átti Höttur fimmtuíu og fjóra keppendur (6 lið), þar á meðal voru tvö ung lið þar sem flestir keppendur voru að taka þátt í sínu fyrsta stóra móti.  Hattarliðin öll stóðu sig vel að vanda og sjaldan hafa verið eins margir áhorfendur frá Hetti í áhorfendastúku og þessa helgi.

Nánari úrslit af mótinu má sjá hér á vef Fimleikasambands Íslands.

Hér á myndunum má sjá lið Hattar sem unnu Íslandsmeistaratitla á mótinu.

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok