Bólholtsbikarinn hálfnaður

Bólholtsbikarinn utandeildarkeppni í körfuknattleik, hefur verið í fullum gangi síðan í haust og er nú fimm umferðum af tíu lokið. Sex lið eru í keppninni; Austri, Ásinn/SE, Einherji, ME, Neisti og Sérdeild Hattar. Sigurvegarar síðasta árs Sérdeildin hafa byrjað vel og unnið alla leiki sína til þessa, Austri hefur landað þrem sigrum, ME og Einherji tveimur en Neisti og Ásinn/SE hafa einum sigri náð.

 

Nánari upplýsingar um framvindu keppninnar má finna á Facebook síðu hennar Bólholtsbikarinn og hér á úrslitasíðu keppninnar. Hér má sjá myndbrot úr æsispennandi viðureign Neista og ME sem fram fór á Djúpavogi nú um helgina, og lauk með naum sigri ME 59-57.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok