Fjölbreyttur Frjálsíþróttaskóli framundan

Þátttakendur í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ, sem fram fer á Egilsstöðum í næstu viku, eiga von á fjöri og fjölbreytni. Auk ótal frjálsíþróttaæfinga, fá nemendur skólans kynningar á hinum ýmsu íþróttum s.s. skylmingum, júdó, boccia og fimleikum. Farið verður á hestbak, í bátsferð, cross camp og sitt hvað fleira.

Lesa meira

Meistaramót í sundi

Meistaramót UÍA í sundi verður haldið í sundlauginni á Eskfirði á laugardag. Flestir bestu sundmenn UÍA mæta þar til leiks. Keppni hefst klukkan 10:00. Við sama tækifæri verða afhentir styrkir úr vorúthlutun Spretts, styrktarsjóðs UÍA og Alcoa.

 

Lesa meira

Maraþonboðhlaup FRÍ í ,,sumarblíðu"

14 vaskir hlauparar létu ekki rigningu, rok og kulda á sig fá og mættu galvaskir í Maraþonboðhlaup FRÍ sem haldið var á Fljótsdalshéraði í gær. Auk þess var hlaupið í Reykjavík, á Akureyri og á Ísafirði en Maraþonboðhlaupið er fjáröflun fyrir frjálsíþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í London fyrir Íslands hönd.

Lesa meira

Leikjadagskrá Launaflsbikarsins 2012

Í kvöld var dregið í töfluröð Launaflsbikarsins en fyrsta umferðin fer fram á sunnudag. Sex lið eru skráð til leiks, einu færra en í fyrra og leikin verður tvöföld umferð. Nokkrar breytingar voru gerðar á reglum keppninnar á fundi forráðamanna liðanna fyrir keppni. Sú stærsta er að ekki verður lengur tíu mínútna kæling fyrir að fá gult spjald.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ