Skráning hafin á landsmótið á Selfossi
Landsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi þann 4. - 7. júlí næstkomandi. Skráning stendur nú sem hæst en henni lýkur 24. júní.
Landsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi þann 4. - 7. júlí næstkomandi. Skráning stendur nú sem hæst en henni lýkur 24. júní.
Frjálsíþróttaskólinn 2013 var formlega settur mánudaginn 10. júní. Til leiks mættu fimmtán krakkar, víðsvegar af Austurlandi en flestir koma úr Neskaupstað.
Sjö lið hafa skráð sig til þátttöku í Launaflsbikarnum í ár. Á fundi forráðamanna liðanna fyrir helgi var ákveðið að leika einfalda umferð og að fjögur efstu liðin myndu síðan spila í úrslitakeppni. Þá var ákveðið að mótið byrjaði 16. júní, viku fyrr en áður hafði verið auglýst. Dregið var í töfluröð og leikjadagskráin er því eftirfarandi.
Íþróttafélagið Höttur stendur fyrir Hattardeginum á laugardag milli 10:30 og 14:00 á Vilhjálmsvelli.
Fyrsta mótið í mótaröð Hitaveitu Egilsstaða og Fella og frjálsíþróttaráðs UÍA verður haldið á Vilhjálmsvelli miðvikudaginn 19. júní og hefst klukkan 18:00.
UÍA, Austurför og sveitarfélagið Fljótsdalshérað standa fyrir fjölskyldurathlaupinu Bjarti í byggð í þéttbýlinu á Egilsstöðum og í Fellabæ laugardaginn 15. júní.
Dagurinn byrjaði klukkan hálf tíu með æfingu á Vilhjálmsvelli. Elín Rán Björnsdóttir leiðbeindi þar um þrístökk og Eva Ýr Óttarsdóttir um spretthlaup. Í þrístökkinu voru æfðir vöðvar sem ekki eru alltaf í notkun en Eva kenndi krökkunum að vera alltaf viðbúin að taka á rás.
Þríþrautarkeppnin Öxi verður haldin öðru sinni laugardaginn 29. júní. Keppnin skiptist upp í sund, hlaup og hjólreiðar. Dagskrá verður alla helgina í tilefni keppninnar í Djúpavogshreppi.
Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands og Helga Guðjónsdóttir, formaður, heimsóttu Neskaupstað á mánudag og skoðuðu aðstæður þar vegna mögulega Landsmóts 50 ára og eldri árið 2015. Neskaupstaður er einn þriggja staða sem koma til greina sem mótsstaðir það ár.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.