Kvennahlaupið fer fram á laugardaginn

Hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ fer fram á laugardaginn. Hlaupið er einn stærsti íþróttaviðburður ársins en hlaupið er á tíu stöðum á Austurlandi.

Alls verður hlaupið á 80 stöðum hérlendis og á 20 stöðum erlendis. Undanfarin ár hafa hlaupararnir verið í kringum 15 þúsund sem taka þátt í Kvennahlaupinu. Hátíðardagskrá verður á mörgum hlaupastöðum og víða verður frítt í sundlaugar fyrir þátttakendur að loknu hlaupi.

Hefð hefur skapast hjá mæðgum, systrum, frænkum og vinkonum að mæta saman í hlaupið og hvetja hver aðra áfram.

Hreyfum okkur saman

Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja konur til þess að hreyfa sig og stunda heilbrigt líferni. Á hverju ári er valið eitt málefni tengt konum til þess að vekja athygli á en í ár var ákveðið að vera í samstarfi við styrktarfélagið Göngum saman.

Árlega greinast um 195 konur með brjóstakrabbamein sem er algengasta krabbamein meðal kvenna. 90% þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein eru á lífi fimm árum eftir greiningu.

Árið 2012 veiti Styrktarfélagið Göngum saman 10 milljónir króna til íslenskra rannsóknaraðila á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 32 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini á fimm árum.

Kvennahlaupsbolirnir eru grænir í ár

Kvennahlaupsbolirnir í ár eru grænir með V hálsmáli og úr teygjanlegu DRI-FIT efni sem andar vel. Hægt er að kaupa hlaupabolina víða í forsölu, og þar með skrá sig í hlaupið, hjá tengiliðum á hverjum hlaupastað víða um land. Einnig er hægt að skrá sig til leiks á hlaupastað á hlaupadaginn.

Þátttökugjaldið er 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri en 1500 krónur fyrir 13 ára og eldri en innifalið í því er bolurinn og verðlaunapeningur við endimörk hlaupsins. Auk þess fá allir þátttakendureinnig glaðning frá NIVEA og Ölgerðinni.

Hlaupastaðir á Austurlandi

Vopnafjörður: Hlaupið frá skrifstofu Einherja Hafnarbyggð 4 kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2,5 km - 5 km.

Egilsstaðir: Hlaupið frá Tjarnargarðinum á Egilsstöðum kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2,5 km og 6 km. Forskráning 4., 6. og 7. júní frá 16 - 18 í Nettó og Bónus á Egilsstöðum. Frítt í sund fyrir þátttakendur.

Seyðisfjörður: Hlaupið frá Torgi kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 3,5 km - 5 km og 10 km. Forskráning í Íþróttahúsinu. Frítt í sund að loknu hlaupi.

Borgarfjörður eystra: Hlaupið frá Félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 13:00. Vegalengdir í boði: 2 km og 3 km. Forskráning hjá Sigrúnu Arngrímsdóttur.

Reyðarfjörður: Hlaupið frá Andapollinum á Reyðarfirði kl 11:00. Vegalengdir í boði 3 km - 5 km og 7 km. Forskráning við Andapollinn kl. 10 á hlaupadag.

Eskifjörður: Hlaupið frá Sundlaug Eskifjarðar kl. 11:00. Vegalengdir í boði 3 km - 6 km og 10 km. Forskráning í síma 866-8868 eða 867-0346. Frítt í sund að loknu hlaupi.

Neskaupsstaður: Hlaupið frá Nesbæ kaffihúsi kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 3 km – 5 km og 7 km. Forskáning í Kaffihúsinu Nesbæ 4. og 5. júní frá 16:30 – 18:00 og 6. og 7. júní frá 13:00 – 18:00. Happadrætti fyrir þær sem kaupa boli í forsölu og frítt í sund að loknu hlaupi.

Fáskrúðsfjörður: Hlaupið frá Sundlauginni á Fáskrúðsfirði kl. 10:00. Vegalengdir í boði: 3 km - 5 km og 10 km. Forskráning í Sundlauginni á opnunartíma. Frítt í sund að loknu hlaupi.

Stöðvarfjörður: Hlaupið frá Brekkunni kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2 km - 4 km og 8 km. Forskráning á Brekkunni. Frítt í sund fyrir þátttakendur að loknu hlaupi og frí súpa.

Djúpivogur: Hlaupið frá íþróttamiðstöðinni kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2 km og 4 km. Frítt í sund að loknu hlaupi.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok