Austri vann stigabikarinn á meistaramóti UÍA í sundi

Sunddeild Austra hampaði stigabikarnum á meistaramóti UÍA í sundi sem haldið var í Neskaupstað á sunnudag. Tæplega fimmtíu þátttakendur mættu til leiks.

Austri fékk 417 stig en heimamenn í Þrótti urðu í öðru sæti með 330 stig. Sex efstu sætin í hverri grein gefa stig í keppni liðanna.

Trausti Dagbjartsson, Hetti og Sesselja Bára Jónsdóttir, Austra, fengu stigabikara einstaklinga í flokkum 11-12 ára. Eva Jónsdóttir, Leikni, fékk stigabikarinn í flokki 13-14 ára stúlkna og Nikólína Dís Kristjánsdóttir, Austra, í flokki 15-17 ára stúlkna. Engir strákar kepptu í þessum flokkum.

Til stiga einstaklinga telja ákveðin sund sem skilgreind eru í reglugerð sundráðs UÍA.

Á laugardag var sundþjálfaranámskeið með Brian Marshall, fyrrverandi landsliðsþjálfara. Mikil ánægja var með námskeiðið meðal þeirra sem mættu. Þá var Brian viðstaddur fyrsta hluta mótsins á sunnudag og ræddi fyrir það við foreldra um hvernig efla megi austfirskt sundstarf.

Úrslit mótsins

Myndir frá mótinu

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok