Bjartur í byggð
UÍA, Austurför og sveitarfélagið Fljótsdalshérað standa fyrir fjölskyldurathlaupinu Bjarti í byggð í þéttbýlinu á Egilsstöðum og í Fellabæ laugardaginn 15. júní.
Keppnisfyrirkomulagið verður með sama hætti og í stærri rathlaupum. Komið verður fyrir flöggum í og við þéttbýlið. Þau gefa síðan mismunandi mörg stig eftir hversu erfitt er að komast að þeim. Keppnin snýst um að ná sem flestum stigum á þeim takmarkaða tíma sem í boði er.
Mæting fyrir liðin er í Tjarnargarðinn á Egilsstöðum klukkan 11:30. Þátttökugjaldið er 500 krónur á lið og innifalið í því er pylsa og orkudrykkur að lokinni keppni.
Gert er ráð fyrir að 2-5 einstaklingar myndi hvert lið.
Skráningar og nánari upplýsingar eru í síma 471-1353 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..