Bjartur í byggð

UÍA, Austurför og sveitarfélagið Fljótsdalshérað standa fyrir fjölskyldurathlaupinu Bjarti í byggð í þéttbýlinu á Egilsstöðum og í Fellabæ laugardaginn 15. júní.

Keppnisfyrirkomulagið verður með sama hætti og í stærri rathlaupum. Komið verður fyrir flöggum í og við þéttbýlið. Þau gefa síðan mismunandi mörg stig eftir hversu erfitt er að komast að þeim. Keppnin snýst um að ná sem flestum stigum á þeim takmarkaða tíma sem í boði er.

Mæting fyrir liðin er í Tjarnargarðinn á Egilsstöðum klukkan 11:30. Þátttökugjaldið er 500 krónur á lið og innifalið í því er pylsa og orkudrykkur að lokinni keppni.

Gert er ráð fyrir að 2-5 einstaklingar myndi hvert lið.

Skráningar og nánari upplýsingar eru í síma 471-1353 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Fylgist með á Facebook.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok