Fimm Norðfirðingar fulltrúar Austurlands á Smáþjóðaleikunum

Fjórir leikmenn Þróttar Neskaupstaðar eru í íslensku landsliðunum í blaki sem hófu keppni á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í dag. Fleiri leikmenn liðanna eiga ættir að rekja til Norðfjarðar þótt þeir séu ekki á mála hjá Þrótti.

Í kvennalandsliðinu eru þær Erla Rán Eiríksdóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir og Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir en Hulda Elma var í vetur valinn leikmaður ársins í Mikasa-deild kvenna. Þá er Matthías Haraldsson, þjálfari Þróttar, þjálfari kvennalandsliðsins.

Liðið hóf keppni á leikunum gegn Kýpur í morgun og tapaði 3-0.

Áður hafði liðið siplað í forkeppni HM í fyrsta sinn. Liðið var í riðli með Lettlandi, Eistlandi og Litháen og tapaði öllum leikjum sínum.

Valgeir Valgeirsson er fulltrúi Norðfirðinga í karlalandsliðinu. Liðið spilaði gegn Kýpur í dag og tapaði 3-0 líkt og kvennalandsliðið.

Þá var karlaliðið í forkeppni HM og lék gegn Grikklandi, Noregi og Svíþjóð. Það tapaði leikjunum þremur.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok