Skráning hafin á landsmótið á Selfossi

Landsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi þann 4. - 7. júlí næstkomandi. Skráning stendur nú sem hæst en henni lýkur 24. júní.

Boðið verður upp á keppni í 25 íþróttagreinum á mótinu en þær eru: Badminton, blak, borðtennis, bridds,  fimleikar, frjálsíþróttir, glíma, golf, handknattleikur, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, júdó, knattspyrna, körfuknattleikur, skák, skotfimi, starfsíþróttir, sund, kraftlyftingar, motocross, taekwondo, dans, pútt, boccia og 10 km. hlaup.

Þar fer fram stigakeppni félaga og því skiptir máli að leggja sig fram fyrir hönd UÍA. Til að hvetja til þáttöku hefur stjórn UÍA samþykkt að niðurgreiða keppnisgjöld á mótið.

Full keppnisgjöld eru 6.500 krónur á einstakling eða 55 þúsund krónur á lið en fyrir keppendur UÍA eru þau 3.500 krónur á einstakling. Keppendur geta greitt sitt þátttökugjald inn á reikning UÍA. 0305-26-4104, kt. 660269-4369 og sent kvittun á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Skráning á mótið fer fram hjá skrifstofu UÍA í síma 471-1353 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Nánari upplýsingar um mótið eru á vef mótsins eða hjá skrifstofu UÍA.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok