Góður árangur hjá Jóhönnu Gabríelu á sundmóti Breiðabliks
Jóhanna Gabriela Lecka, Austra, var fulltrúi UÍA á sundmóti Breiðabliks sem haldið var um síðustu helgi. Æfingar vetrarins virðast skila árangri því Jóhanna bætti tíma sína töluvert.
Mest var bætingin í 50 metra flugsundi þar sem hún bætti sig um fimm sekúndur frá þeim tíma sem hún var skráð með inn á mótið og endaði í tólfta sæti.
Þá bætti hún skráðan tíma sinn í 50 metra skriðsundi um tæpar þrjár sekúndur og varð í ellefta sæti.
Jóhanna varð annars tíunda í 100 og 50 metra bringusundi, sextánda í 100 metra skriðsundi og 100 metra fjórsundi.
Verst gekk henni í baksundi þar hún var dæmd úr leik í bæði 50 og 100 metra sundunum.