SFF veitir verðlaun fyrir veturinn

Vetrarstarfi Skíðafélags Fjarðabyggðar lauk formlega í síðustu viku þegar iðkendur og foreldrar gerðu sér glaðan dag á Reyðarfirði. Farið var í leiki og síðan grillaðar pylsur á eftir.

Lesa meira

Drengjalið Hattar deildarmeistari í fimleikum

Drengjalið Hattar fagnaði sigri í sinni deild í vetur og fyrsta sætinu á vormóti Fimleikasambands Íslands (FSÍ) sem fram fór á Selfossi um helgina en það var hið síðasta í leppnisröð FSÍ.

Lesa meira

Gott gengi á vormóti Ármanns

Þrjár austfirskar sundkonur tóku þátt í vormóti Ármanns í sundi í Laugardalslaug sem fram fór síðustu helgina í apríl. Þær hafa mætt sig þó nokkuð í vetur sem skilaði sér í betri tímum.

Lesa meira

Góður árangur austfirsks glímufólks á EM í glímu

Glímufólk frá UÍA átti þrjá af þrettán Evrópumeisturum á EM í glímu sem haldið var í lok apríl. Magnús Karl Ásmundsson, Sindri Freyr Jónsson og Eva Dögg Jóhannsdóttir unnu sína flokka og Hjörtur Elí Steindórsson náði öðru sæti í sínum flokki.

Lesa meira

Frábær skíðavetur hjá Skíðafélagi Fjarðabyggðar

Skíðaveturinn hjá Skíðafélagi Fjarðabyggðar er búinn að vera frábær, nægur snjór og aðstæður í fjallinu til fyrirmyndar. Krakkarnir hafa sýnt miklar framfarir í vetur og verið mikil stemning í hópnum. SFF var með eins og í fyrra skíðaskóla fyrir byrjendur á öllum aldri og Stubbaskóla fyrir börn á leikskóla aldri og var mjög gaman hjá þeim í vetur og ljóst að þar eru skíðastjörnur framtíðannar að skíða sínu fyrstu ferðar.

Lesa meira

Skráning hafin á 50+

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Vík í Mýrdal 7. - 9. júní.

Lesa meira

Boðhlaup til styrktar Ólympíuhópi FRÍ

Maraþonboðhlaup FRÍ fer fram þann 21.maí 2013 á þremur stöðum á landinu, Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum. Hlaupið er boðhlaupskeppni þar sem allt að sjö hlauparar skipa eitt lið.

Lesa meira

Arnfríður nýr formaður Leiknis

Arnfríður Hafþórsdóttir er nýr formaður UMF Leiknis á Fáskrúðsfirði. Hún tók við í síðustu viku af Steini Jónassyni sem gegnt hafði starfinu í ellefu ár.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok