Skráning í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ hafin

Skráning er hafin í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem haldinn verður í sjötta sinn í sumar. Að þessu sinni verður skólinn á Egilsstöðum dagana 10. - 14. júní.

Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára og stendur frá mánudegi til föstudags.

Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum en að auki er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur.

Þátttökugjaldið fyrir vikuna er 20.000 krónur og innifalið í því er kennsla, fæði og gisting. Skólastjóri skólans á Egilsstöðum verður Sandra María Ásgeirsdóttir.

Allar nánari upplýsingar og skráning fer fram á heimasíðu skólans.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok