Frábær skíðavetur hjá Skíðafélagi Fjarðabyggðar
Skíðaveturinn hjá Skíðafélagi Fjarðabyggðar er búinn að vera frábær, nægur snjór og aðstæður í fjallinu til fyrirmyndar. Krakkarnir hafa sýnt miklar framfarir í vetur og verið mikil stemning í hópnum. SFF var með eins og í fyrra skíðaskóla fyrir byrjendur á öllum aldri og Stubbaskóla fyrir börn á leikskóla aldri og var mjög gaman hjá þeim í vetur og ljóst að þar eru skíðastjörnur framtíðannar að skíða sínu fyrstu ferðar.
Helgina fyrir Andrésarleikana 13 og 14 maí sl. var haldin æfingarhelgi sem kallast Ripp, Rapp og Rupp. Skíðað var um allar brekkur og æft stíft í blíðskaparveðri í Oddsskarði sem endaði í sundi og pizzu á Norðfirði annan daginn.
Hápunkturinn á skíðavertíðin eru svo Andrésar Andar leikarnir á Akureyri þar sem 67 keppendur frá Skíðafélagi fjarðabyggðar kepptu, þar af 9 á brettum. Veðrið var aðeins að stríða skipuleggjendum leikana en vegna slæmrar veðurspár fyrir laugardaginn og var keppnin sett á tvo daga og tókst vel til þar sem veðrið á föstudaginn var yndislegt og aðstæður í fjallinu frábærar.
Krökkunum gekk mjög vel á leikunum og komust keppendur frá SFF 16 sinnum á verðlaunapall. Við eignuðumst þrjá Andrésarmeistara. Bjarney Linda Hreiðarsdóttir varð Andrésarmeistari í brettakrossi og brettastíl og Andri Gunnar Axelsson varð Andrésarmeistari í svigi.