Keppnisgreinar Landsmóts tilkynntar
Boðið verður upp á keppni í 25 íþróttagreinum á Landsmóti UMFÍ sem haldið verður á Selfossi fyrstu helgina í júlí.
Keppnisgreinarnarnar á mótinu verða: Badminton, blak, borðtennis, bridds, fimleikar, frjálsíþróttir, glíma, golf, handknattleikur, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, júdó, knattspyrna, körfuknattleikur, skák, skotfimi, starfsíþróttir, sund, kraftlyftingar, motocross, taekwondo, dans, pútt, boccia og 10 km. hlaup.
Landsmót var síðast haldið á Akureyri árið 2009 en nú er komið að Selfossi. Undirbúningur hefur staðið yfir lengi og gengur vel. Uppbygging íþróttamannvirkja á Selfossi hefur verið afar metnaðarfull og öll aðstaða verður til fyrirmyndar.
Nánari upplýsingar um keppnisreglur eru á Landsmótsvef UMFÍ.