Skráning hafin á 50+

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Vík í Mýrdal 7. - 9. júní.

Mótið er íþrótta - og heilsuhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða afþreying fyrir keppendur og gesti. Einnig verður boðið upp á fræðslu um hollustu og heilbrigðan lífsstíl ásamt fjöldi annarra viðburða.

Fyrirhugaðar keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup, boccia, bridds, golf, frjálsar hestaíþróttir, hringdansar, línudans, pútt, ringó, skák, starfsíþróttir, sund, sýningar, þríþraut og hjólreiðar

Í tilkynningu frá UMFÍ eru keppendur hvattir til að skrá sig sem fyrst til að mótshaldarar geti áttað sig á umfangi greina. Ef takmarka þurfi skráningu þá hafi þeir forgangs sem fyrstir hafi skráð sig. Sérstaklega er minnst á boccia í þessu samhengi en sú grein hefur verið afar vinsæl síðustu ár.

Dagskrá mótsins:

Föstudagur 7. júní

Kl. 12:00–19:00 Boccia undankeppni 
Kl. 20:00–21:00 Mótssetning og skemmtiatriði (opið öllum)

Laugardagur 8. júní

Kl. 08:00–08:30 Sundleikfimi, (opið öllum)
Kl. 08:00–19:00 Golf 
Kl. 09:00- Ljósmyndamaraþon
Kl. 09:00-12:00 Hjólreiðar (utanvegar leið 30 km opið öllum)
Kl. 09:00–11:30 Boccia úrslit 
Kl. 10:00-12:00 Starfsíþróttir – dráttavélaakstur 
Kl. 12:00–19.00 Bridds 
Kl. 11:00–12:00 Zumba (opið öllum)
Kl. 12:00–14.00 Sund 
Kl. 13:00–14:00 Hjólreiðar (utanvegar 4,5 km opið öllum)
Kl. 13:00–15:00 Línudans 
Kl. 13:00–16:00 Hestaíþróttir 
Kl. 13:00–17:00 Skák 
Kl. 14:00–15:00 Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)
Kl. 14.00–18:00 Frjálsar íþróttir 
Kl. 16:00–18:00 Sýningar 
Kl. 16:00–19:00 Utanvegarhlaup um náttúruperlur Mýrdals (opið öllum)
Kl. 20:30–21:00 Búfjárdómar 
Kl. 20:00–21:00 Skemmtidagskrá (opið öllum)

Sunnudagur 9. júní

Kl. 08:00–08:30 Sundleikfimi (opið öllum)
Kl. 09:30- 12:30 Pútt 
Kl. 09:00–12.30 Þríþraut 
Kl. 09:00 -10:00 Ljósmyndamaraþoni lýkur 
Kl. 09:00- 11:00 Kjötsúpugerð
Kl. 10:00 –12:00 Hjólreiðar (utanvegar 13 km)
Kl. 10:00–11:00 Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)
Kl. 10:00–13:00 Frjálsar íþróttir 
Kl. 11:30–13:30 Starfsíþróttir – pönnukökubakstur 
Kl. 10:00–14.00 Ringó 
Kl. 10:00–14:00 Skák 
Kl. 14:00–14:30 Mótsslit (opið öllum)

Skráning fer fram á http://skraning.umfi.is/50plus/ Aðrar upplýsingar um mótið er að finna á http://umfi.is/umfi09/50plus/ eða á Facebook-síðu mótsins.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok