Gott gengi hjá Stafdalsfólki á Andrésar Andar-leikunum

Fjölmennur hópur fór úr Skíðafélaginu í Stafdal á Andrésar Andarleika á skíðum sem fram fóru í Hlíðarfjalli við Akureyri. Alls komu sautján verðlaun heim, þar af þrír Andrésartitlar.

Skíðafélagið í Stafdal sendi 34 keppendur í alpagreinum og einn keppanda á bretti á leikana. Keppendunum fylgdu fjölmörg systkini, foreldrar og aðrir forráðamenn og samanlagt var þetta yfir 100 manna hópur.

Þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem SKIS á keppanda í brettaflokki en það var Ívar Andri Bjarnason sem keppti í brettastæl og brettakrossi í flokki 13-15ára.

Vegna slæmrar veðurspár fyrir laugardag var keppt þéttar og keppni lokið á föstudag. Veðrið var yndislegt seinni keppnisdaginn og aðstæður í Hlíðarfjalli með besta móti.

Andrésarmeistarar urðu Helena Lind í stórsvigi 10 ára stúlkna, Elísa Maren í svigi 10 ára og Rósey í stórsvigi 8 ára stúlkna.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok