Góður árangur austfirsks glímufólks á EM í glímu

Glímufólk frá UÍA átti þrjá af þrettán Evrópumeisturum á EM í glímu sem haldið var í lok apríl. Magnús Karl Ásmundsson, Sindri Freyr Jónsson og Eva Dögg Jóhannsdóttir unnu sína flokka og Hjörtur Elí Steindórsson náði öðru sæti í sínum flokki.

Glímufólkið tók einnig þátt í EM í „backhold“ og „gouren“ en þar náði Eva Dögg Jóhannsdóttir bestum árangri en hún var í þriðja sæti í sínum flokki í báðum greinum.

Glímusamband Íslands stóð fyrir keppninni en keppendur voru alls 71 frá 10 löndum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok