Frjálsíþróttaskólinn 2013: Dagur 1

Frjálsíþróttaskólinn 2013 var formlega settur mánudaginn 10. júní. Til leiks mættu fimmtán krakkar, víðsvegar af Austurlandi en flestir koma úr Neskaupstað.

Sú breyting hefur orðið á skólanum milli ára að Sandra María Ásgeirsdóttir stýrir skólanum í ár en Hildur Bergsdóttir er í fríi. Margir aðrir fastagestir eru kunnuglegir, þeirra þekktust Didda sem eldað hefur ofan í mannskapinn árum saman.

Eftir að hópurinn hafði komið sér fyrir í Ný-ung var haldið upp á Vilhjálmsvöll þar sem farið var í leiki til að hrista hópinn saman.

Eftir kaffi var fyrsta greinarkynninginn en Mikki úr tennis- og badmintondeild Hattar kom og kenndi krökkunum grunn handtökin í tennis.

Reyðfirðingurinn Anna Katrín Svavarsdóttir var gestaþjálfari á fyrstu alvöru frjálsíþróttaæfingunni. Hún kenndi krökkunum hástökk en Sandra María þjálfaði kúluvarp.

Anna Katrín ætlaði að hafa létta keppni í hástökki en það endaði í mjög harðri keppni sem tafði komu þeirra sem lengst komust í kvöldmatinn.


Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok