Aðalfundur Hattar fór fram síðastliðinn miðvikudag. Þar var Óttar Ármannsson sæmdur starfsmerki UÍA fyrir ötult sjálfboðaliðastarf sitt í þágu íþróttalífs í fjórðungnum.
Um síðustu helgi fór fram þriðja bikarmót vetrarins á vegum Taekwondo sambands Íslands en mótið var haldið í íþróttamiðstöð Ármenninga í Laugardal, en keppendur víðsvegar að af landinu sóttu mótið.
Á morgun þann 4. maí verður boðið uppá námskeiðið ,,Á ég að segja þér sögu?" á skrifstofu UÍA Tjarnarási 6 og hefst það kl 16:00 og stendur til 18:00. Námskeiðið er ætlað börnum og unglingum 11-16 ára og þátttakendum að kostnaðarlausu.
Undankeppni skólaþríþrautar FRÍ var þreytt víða um land nú á vordögum, en í þrautinni reyna nemendur í 6. og 7. bekkjum grunnskóla landsins með sér í hástökki, kúluvarpi og 100 m hlaupi. Hér á Austurlandi voru mælingar fyrir þríþrautina teknar á Páskaeggjamóti UÍA og Fjarðasports sem fram fór á Norðfirði í mars.
Í vetur hefur körfuboltaráð UÍA staðið yfir æsilegri utandeildarkeppni í körfubolta undir nafninu Bólholtsbikarinn og er það annað árið í röð sem keppnin er haldin. Sex lið, frá Austra, Ásnum/SE, Einherja, Samyrkjafélags Eiðaþinghár, Sérdeildarinnar, Neista og ME hafa att kappi og á sunnudaginn 6. maí verður sannkölluð Úrslitahátíð í íþróttahúsinu á Egilsstöðum, þar sem fjögur stigahæstu liðin berjast um sjálfan Bólholtsbikarinn.
UMF Þristur fagnaði nú fyrr í vikunni tuttugu ára afmæli sínu. Skömmu fyrir jól, þegar Gunnar okkar Gunnarsson var að skrifa Snæfell, fletti hann í gegnum fundargerðabækur félagsins. Hér er brot af því sem skemmti honum mest við þann lestur. Flest atriðin snúa að árangri, eða ekki árangri, knattspyrnuliðsins. Þessi atriði endurspegla samt líka sögu. Sögu af samfélagsbreytingunum, baráttunni fyrir að halda sjó og viljanum til að vera með.
Skíðafélagið í Stafdal sendi 36 keppendur á Andrésarleikana og stóðu sig allir keppendur með stakri prýði en aldrei hafa jafn mörg verðlaun skilað sér til SKIS.