Úrslit skólaþríþrautar FRÍ 16 Austfirðingar áfram

Undankeppni skólaþríþrautar FRÍ var þreytt víða um land nú á vordögum, en í þrautinni reyna nemendur í 6. og 7. bekkjum grunnskóla landsins með sér í hástökki, kúluvarpi og 100 m hlaupi. Hér á Austurlandi voru mælingar fyrir þríþrautina teknar á Páskaeggjamóti UÍA og Fjarðasports sem fram fór á Norðfirði í mars.

 

Árangur keppenda var, að móti loknu sendur til FRÍ og metinn þar út frá árangri á landsvísu. Úrslit hafa nú verið kunngjörð og er hlutskörpustur þátttakendum þríþrautarinnar boðin þátttaka í lokakeppni hennar sem fram fer í Laugardalshöllinni þann 5. maí næstkomandi.

Austurland á 16 fulltrúa í lokakeppninni og verður það að teljast afar glæsilegur árangur.

Athygli vekur að þar af á Nesskóli 10 keppendur, en krakkarnir þar kynntust frjálsíþróttaæfingum, utan hefðbundinna skólaíþrótta, fyrst í farandþjálfun UÍA í fyrra sumar.

Fulltrúar Ausurlands sem þátttökurétt eiga í lokakeppni eru:

Daði Þór Jóhannsson Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Eyrún Gunnlaugsdóttir Egilsstaðaskóla

Arnar Óli Jóhannsson Hallormsstaðaskóla

Hjálmar Óli Jóhannsson Hallormsstaðaskóla

Tryggvi Þór Hallgrímsson Hallormsstaðaskóla

Jóhanna Malen Skúladóttir Hallormsstaðaskóla

Atli Fannar Pétursson Nesskóla

Þórarinn Örn Jónsson Nesskóla

Kristrún Thanyathon Rangsiyo Nesskóla

Nanna Björk Elvarsdóttir Nesskóla

Tinna Rut Þórarinsdóttir Nesskóla

Amelia Rún Jónsdóttir Nesskóla

Kári Tómasson Nesskóla

Birkir Freyr Andrason Nesskóla

Patrekur Darri Ólason Nesskóla

Heiða Elísabet Gunnarsdóttir Nesskóla

Við óskum krökkunum góðs gengis í lokakeppninni.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok