Taekwondo krakkar gera það gott á bikarmóti
Um síðustu helgi fór fram þriðja bikarmót vetrarins á vegum Taekwondo sambands Íslands en mótið var haldið í íþróttamiðstöð Ármenninga í Laugardal, en keppendur víðsvegar að af landinu sóttu mótið.
Keppt var í Poomsae, sem eru tæknileg form og Sparring, sem er bardagi. Vaskur hópur fór frá TKD deild Hattar og skilaði nokkrum verðlaunapeningum heim. Hópurinn í heild stóð sig mjög vel. Þessir krakkar nældu sér í verðlaunasæti.
Elíeser Bergmann Hjálmarsson - Gull í Sparring.
Stefán Hólm Skúlason - Silfur í Sparring.
Gestur Bergmann Gestsson - Brons í Sparring.
Þuríður Nótt Björgvinsdóttir - Silfur í Poomsae. Gull og Brons í Sparring.
Við óskum þessum öflugu taekwondo krökkum til hamingju með árangurinn.
Myndin hér til hliðar var tekin á æfingu Taekwondodeildar Hattar og er fengin af heimasíðu hennar.