Taekwondo krakkar gera það gott á bikarmóti

Um síðustu helgi fór fram þriðja bikarmót vetrarins á vegum Taekwondo sambands Íslands en mótið var haldið í íþróttamiðstöð Ármenninga í Laugardal, en keppendur víðsvegar að af landinu sóttu mótið.

Keppt var í Poomsae, sem eru tæknileg form og Sparring, sem er bardagi. Vaskur hópur fór frá TKD deild Hattar og skilaði nokkrum verðlaunapeningum heim. Hópurinn í heild stóð sig mjög vel. Þessir krakkar nældu sér í verðlaunasæti.

Elíeser Bergmann Hjálmarsson - Gull í Sparring.

Stefán Hólm Skúlason - Silfur í Sparring.

Gestur Bergmann Gestsson - Brons í Sparring.

Þuríður Nótt Björgvinsdóttir - Silfur í Poomsae. Gull og Brons í Sparring.

Við óskum þessum öflugu taekwondo krökkum til hamingju með árangurinn.

Myndin hér til hliðar var tekin á æfingu Taekwondodeildar Hattar og er fengin af heimasíðu hennar.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok