Úrslit ráðin í Skólaþríþraut FRÍ

Úrslitakeppni Skólaþríþrautar FRÍ fór fram laugardaginn 5. maí síðastliðinn í Laugardalshöll. Keppt var í hástökki, 60 m hlaupi og kúluvarpi.
Mótið gekk vel en keppendur voru 73 talsins frá 19 skólum af landinu. Alls unnu 16 krakkar frá Austurlandi sér þátttökurétt í úrslitakeppninni, níu þeirra nýtu sér það og mættu til leiks.

Vel heppnuð Björnsmót og Fjarðarálsmót á skíðum

Í lok síðustu viku var mikið um að vera hjá skíðafólki hér eystra og Stafdalur iðaði af lífi.

Þann 26. apríl fór þar fram Björnsmót fyrir 9 ára og yngri og daginn eftir Austurlandsmót (Fjarðaálsmót) fyrir 13 ára og eldri og síðari hluti Björnsmóts fyrir 10 ára og eldri.

Lesa meira

Skráning hafin á Landsmót 50+

Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri verður haldið í Mosfellsbæ 8.-10. júní. Skráning er hafin og allt stefnir í góða þátttöku og skemmtilegt mót.

Lesa meira

Vormót FSÍ á Egilsstöðum

Þann 12.-13. maí næstkomandi mun fimleikadeild Hattar vera með Vormót Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum.

Lesa meira

Höttur í undanúrslitum Lengjubikarsins

Kvennalið Hattar í knattspyrnu mætir á morgun liði Hauka í C deild Lengjubikarsins. Leikur Hauka og Hattar hefst klukkan 13:30 á Framvellinum í Safamýri í Reykjavík. Höttur komst í úrslit keppninnar með því að verða í öðru sæti þriðja riðils á eftir Völsungi.

Lesa meira

Hjólað í vinnuna er hafið

Hjólað í vinnuna hófst í morgunn og stendur til 29. maí. Það hafa því vonandi sem flestir pumpað í dekk, smurt keðjur, fægt bjöllur, girt buxurnar ofan í sokkana og geysts hjólandi til vinnu í morgunn.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ