Hjólafærninámskeið á Egilsstöðum

Í samvinnu við Hjólað í vinnuna kemur Sesselja Traustadóttir frá Hjólafærni á Íslandi og dásamar hjólreiðar frá A - Ö fyrir íbúum Fljótdalshéraðs 16. maí nk. kl. 17.00 – 19:00 í Hlymsdölum. Viðhorf til hjólreiða og lausnir, þátttaka á hjólinu sem ökutæki í almennri umferð með samvinnu að lykilorði eru meðal efnis.

Lesa meira

Sumarið fer vel af stað hjá frjálsíþróttafólki UÍA

Það er óhætt að segja að sumarstarfið hjá frjálsíþróttaráði UÍA sé hafið af krafti, en síðastliðinn sunnudag fór fram Meistaramót UÍA í frjálsum íþróttum fyrir 11 ára og eldri.

Mótið var haldið á Vilhjálmsvelli og voru aðstæður þar prýðilegar, þegar búið var að moka snjó af langstökksbraut og -gryfju!

Lesa meira

Bjartur 2012 Rathlaup í Jökuldalsheiði

UÍA, Austurför og Fljótsdalshérað standa fyrir keppninni Bjartur 2012 Rathlaup í Jökuldalsheiði 30. júní - 1. júlí.

Um er að ræða liðakeppni í þremur flokkum:
Fjölskyldurathlaup 4 klst. (3-5 í liði)
10 klst. rathlaup (2-3 í liði)
24 klst. rathlaup (2-3 í liði)

Rathlaupið reynir á ýmsa þætti s.s. rötun, kortalestur, hreyfingu, úthald og samvinnu. En hvert lið
fer yfir á sínum hraða.

Lesa meira

Flott Vormót FSÍ á Egilsstöðum

Vormót Fimleikasambands Íslands var haldið á Egilsstöðum helgina 12.-13. maí og voru mótshaldarar fimleikadeild Hattar.   Fimleikadeildin tók á móti rétt rúmlega 564 keppendum.

Lesa meira

Taekwondodeild Hattar stofnuð formlega

Í gær var formlegur stofnfundur Taekwondo deild Hattar. Þar með er nokkurra mánaða ferli lokið sem hófst með því að nokkrir foreldrar iðkenda ákváðu í lok síðasta árs, í samvinnu við stjórn Hattar, að stofna taekwondo deild. Á síðasta aðalfundi Hattar var formleg stofnun samþykkt. Kosin var stjórn deildarinnar og eru það eftirtaldir aðilar sem eru í stjórn deildarinnar.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ