Ávaxtamót UÍA og Loðnuvinnslunnar hf

Ávaxtamót UÍA og Loðnuvinnslunnar í frjálsum íþróttum verður haldið í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði Laugardaginn 22. febrúar.

Húsið opnar kl. 11:30 og keppni hefst kl. 12:00. Um að gera að mæta tímanlega svo hægt verði að hefja keppni á slaginu 12.

Mótið er fyrir 10 ára og yngri og kjörið tækifæri til að kynnast frjálsum íþróttum.

Keppt verður í langstökki án atrennu, boltakasti, spretti og svo í lok mótsins verður þrautabraut.

Lesa meira

Skíðafólk á fleygiferð

Það er mikið að gera hjá elstu iðkendunum hjá SKÍS sem margir hverjir þeysast út um allt land til að taka þátt í bikarmótum og öðrum viðburðum.

Eiríkur Ingi Elísson og Guðsteinn Hallgrímsson þreyttu frumraun sína í fullorðinsflokki á Akureyri í lok janúar og komu heim reynslunni ríkari eftir að hafa keppt samtals í 4 greinum á þremur dögum.

Lesa meira

UÍA eignaðist Íslandsmeistara í langstökki

Steingrímur Örn Þorsteinsson úr UÍA varð um helgina Íslandsmeistari í langstökki innanhúss í flokki 14 ára pilta. Fleiri keppendur sambandsins náðu góðum árangri á Meistaramóti Íslands. Hamar stöðvaði sigurgöngu körfuknattleiksliðs Hattar, Leiknir varð í þriðja sæti Kjarnafæðismótsins og Þróttur tapaði fyrir toppliði HK í úrvalsdeild karla í blaki.

Lesa meira

Erna styrkt á Ólympíuleikana

Skíðakonan Erna Friðriksdóttir var meðal þeirra sem styrk hlutu úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fyrir skemmstu. Þá hefur hún einnig fengið styrk frá Fljótsdalshéraði. Erna tekur þátt í vetrarólympíuleikum fatlaðra sem fram fara í Rússlandi í mars.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ