Glímt um Aðalsteinsbikarinn
Fjórðungsglíma Austurlands, keppnin um Aðalsteinsbikarinn, fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2013. Tuttugu og tveir keppendur kepptu í tveimur flokkum karla og þremur flokkum kvenna.
Fjórðungsglíma Austurlands, keppnin um Aðalsteinsbikarinn, fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2013. Tuttugu og tveir keppendur kepptu í tveimur flokkum karla og þremur flokkum kvenna.
Tvær deildir Íþróttafélagsins Hattar fengu endurnýjun viðurkenninga frá ÍSÍ sem Fyrirmyndardeildir á Jólamóti fimleikadeildarinnar í íþróttahúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 7. desember síðastliðinn.
Árlegt aðventumót Frjálsíþróttadeildar Hattar og Hitaveitu Egilsstaða og Fella verður haldið í íþróttahúsinu
á Egilsstöðum sunnudaginn 1. des. kl. 13.00.Nýjasta tölublaði Snæfells var dreift til Austfirðinga í síðustu viku. Þar er farið yfir árið hjá UÍA í máli og myndum. Aðalviðtal blaðsins er við Sigurð Haraldsson, Leikni Fáskrúðsfirði, sem keppir í frjálsum íþróttum á alþjóðavettvangi.
Landflutningar Samskip bjóða nú upp á frábært jólapakkatilboð sem ber nafnið Gleðigjafir. Hægt er að senda jólagjafir hvert á land sem er fyrir 790 kr, og rennur andvirði flutningsgjalda til og frá Austurlandi óskipt til barna- og unglingastarfs á svæðinu.
Við hvetjum alla til að nýta sér þetta tilboð og styðja í leiðinni við barna- og unglingastarf á Austurlandi.
Endilega látið fréttir af Gleðigjöfunum berast sem víðast.
Þriðjudaginn 19. nóvember var undirritaður samningur á milli Héraðskjalasafns Austfirðinga og UÍA.
Héraðsskjalasafn Austfirðinga hefur tekið að sér vinnu við að flokka, skanna og skrá ljósmyndir og filmur úr safni sambandsins.Við viljum minna á að á morgun, fimmtudaginn 5. desember verður haldinn fundur um framtíð frjálsíþrótta á Austurlandi.
Fundurinn verður á skrifstofu UÍA og hefst kl. 18
Fimmtudaginn 5. des verður haldinn fundur um framtíð frjálsíþrótta á Austurlandi.
Fundurinn verður haldinn á skrifstofu UÍA og hefst kl. 18.
Fundurinn er opinn öllum og vonumst við til að sjá sem flesta.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.