Bikarmóti 14-15 ára í Stafdal FRESTAÐ

Bikarmótinu sem átti að fara fram í Stafdal í flokki 14 – 15 ára um komandi helgu hefur verið frestað vegna óhagstæðrar veðurspár.

Ný tímasetning fyrir mótið verður gefin út síðar.

Þriggja stiga flautukarfa tryggði Hetti sigur á Þór

Andrés Kristleifsson var hetja Hattar í gærkvöldi þegar liðið lagði Þór Akureyri 71-70 í fyrstu deild karla í körfuknattleik. Andrés stökk upp vel fyrir utan þriggja stiga línuna með varnarmann í andlitinu og fleygði boltanum ofan í körfuna þegar sekúnda var eftir af leiktímanum.

Lesa meira

Sigur og tap gegn HK á heimavelli

Þjálfari kvennaliðs Þróttar í blaki segir leikmenn liðsins hafa gert of mikið af mistökum í leikjum þess gegn HK sem haldnir voru síðustu helgina í febrúar. Liðin mættust tvívegis í Neskaupstað og unnu sinn leikinn hvort.

Lesa meira

Skíði: Bikarmót í Stafdal 14-15 ára

Helgina 8-9. mars verður haldið bikarmót í flokki 14-15 ára í Stafdal við Seyðisfjörð. Keppt verður í svigi og stórsvigi.


Dagskrá mótsins er:

Föstudagur 7. mars, fararstjórafundur

Fararstjórafundur, Hótel Héraði Egilsstöðum, tímasetning auglýst síðar á

heimasíðu www.stafdalur.is

Lesa meira

Kvennalið Þróttar komið í annað sætið

Kvennalið Þróttar í blaki er komið í annað sæti úrvalsdeildar kvenna eftir að hafa lagt KA um helgina en karlaliðið tapaði sínum leikjum. Höttur tekur á móti Þór í fyrstu deild karla í körfuknattleik í kvöld.

Lesa meira

Hennýjarmót í sundi 1. mars

Laugardaginn 1.mars verður haldið Hennýjarmótið í sundi í sundlaug Eskifjarðar. Mótið hefst klukkan 10:00 og upphitun hefst klukkan 09:00.

Keppt verður í eftirtöldum greinum.

8 ára og yngri

25m skriðsund

25m bringusund

25m baksund

25m Flugsund

 

Lesa meira

Erna lögð af stað til Sotsjí

Skíðakonan Erna Friðriksdóttir er lögð af stað til Sotsjí í Rússlandi þar sem hún keppir á Ólympíuleikum fatlaðra síðar í mánuðinum. Hluti íslenska hópsins kom á áfangastað í gær.

Lesa meira

Tveir frá Hetti í úrvalshópi í fimleikum

Tveir drengir frá Hetti voru nýverið valdir í úrvalshópa Fimleikasambands Íslands fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem haldið verður í haust. Flokkum félagsins hefur gengið ágætlega í Íslandsmótinu að undanförnu.

Lesa meira

ATH. Ávaxtamóti UÍA og Loðnuvinnslunnar hf. FRESTAÐ

Ákveðið hefur verið að fresta Ávaxtamóti UÍA og Loðnuvinnslunnar hf. sem átti að vera á morgun, laugardaginn 22. febrúar í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði. Ástæðan er slæm verðurspá og útlit fyrir leiðinlega færð og jafnvel ófærð.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok