Þrír iðkendur frá fimleikadeild Hattar komust á síðustu úrtaksæfinguna fyrir EM 2014 á vegum fimleikasambands Íslands. Alls hafa æfingarnar verið þrjár og hefur erfiðleiki stökkva og dansæfinga aukist fyrir hverja æfingu.
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir átti stórleik og skoraði 36 stig þegar Þróttur Neskaupstað lagði Stjörnuna 1-3 í fyrsta leik sínum eftir jólafrí í Mikasa-deild kvenna í blaki á laugardag. Þjálfarinn segir fríið hafa verið heldur langt og leikur liðsins borið þess merki.
Meistaraflokkur Einherja í knattspyrnu hljóp á föstudaginn 3. janúar 132 km leið frá Mývatni og heim til Vopnafjarðar. Hlaupið var fjáröflun fyrir félagið sem keppir í þriðju deild karla í sumar.
„Hugmyndin kom þegar við vorum að velta fyrir okkur mögulegum fjáröflunum," segir þjálfarinn Víglundur Páll Einarsson um tildrög ferðarinnar.
Mótastarf Hestamannafélagsins Blæs hófst síðustu helgi þegar fyrsta mót í mótaröðinni Vetrarleikar Blæs 2014 var haldið í Dalahöllinni á Norðfirði. Vetrarleikarnir eru liðakeppni þar sem að þrír knapar skipa liðið en knaparnir safna einnig stigum í einstaklingskeppni.
Höttur vann mikilvægan sigur í baráttunni um efstu sæti fyrstu deildar karla í körfuknattleik þegar liðið lagði FSu 94-98 á Selfossi sl. föstudag. Liðin skiptust á um að hafa forustuna í leiknum.
Það voru heimamenn sem byrjuðu betur og leiddu 28-20 eftir fyrsta leikhluta en liðið náði mest ellefu stiga forskot í leikhlutanum.
Körfuknattleiksmaðurinn Eysteinn Bjarni Ævarsson var í gærkvöldi útnefndur íþróttamaður Hattar fyrir árið 2013 á þrettándagleði félagsins. Félagið stendur fyrir gleðinni á Egilsstöðum í samvinnu við sveitarfélagið Fljótsdalshérað. Við það tilefni eru íþróttamenn ársins og fleiri velunnarar félagsins verðlaunaðir.
Undirbúningstímabilið er hafið hjá austfirskum knattspyrnuliðum. Leiknir fór norður í Eyjafjörð og tók þar þátt í Kjarnafæðismótinu. Liðið vann síðustu tvo leiki sína í mótinu sem spilaðir voru um helgina.
Tveir keppendur UÍA komust á verðlaunapall á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum 15-22ja ára sem haldið var um síðustu helgi. Blak og körfubolti eru ofarlega á lista austfirskra íþróttamanna um helgina.
Knattspyrnumaðurinn Aron Gauti Magnússon frá Eskifirði er íþróttamaður Fjarðabyggðar árið 2013. Afreksíþróttamenn sveitarfélagsins voru heiðraðir við athöfn í Nesskóla sunnudaginn 29. desember.