Landsliðsúrtaka Fimleikasambands Íslands fyrir EM 2014

Þrír iðkendur frá fimleikadeild Hattar komust á síðustu úrtaksæfinguna fyrir EM 2014 á vegum fimleikasambands Íslands.  Alls hafa æfingarnar verið þrjár og hefur erfiðleiki stökkva og dansæfinga aukist fyrir hverja æfingu.

Stefán Berg Ragnarsson, Kristinn Már Hjaltason og Rebekka Karlsdóttir hafa staðið sig með prýði og náð lágmörkum til að taka þátt í öllum úrtaksæfingunum.

Á þessari síðustu úrtaksæfingu voru mættir 70 iðkendur sem öll hafa það að markmiði að komast í landslið Íslands fyrir EM 2014.  Þess má geta að iðkendur Hattar voru þau einu sem ekki æfa í fimleikahúsi.   Eftir tvær vikur kemur svo í ljós hvort þau hafa náð markmiðum sínum.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok