Úrslitakeppni Bólholtsbikarsins á laugardag

Í vetur hefur UÍA staðið fyrir spennandi utandeildarkeppni í körfubolta sem heitir Bólholtsbikarinn. Fimm lið frá Sérdeild 1, Sérsveitini, Austra, ME og 10. flokk Hattar hafa att kappi og á laugardaginn, 22. mars verður úrslitahátíð í íþróttahúsinu á Egilsstöðum, þar sem að fjögur stigahæstu liðin berjast um sjálfan Bólholtsbikarinn.

Lesa meira

64. Sambandsþing UÍA verður sunnudaginn 30. mars

Sambandsþing UÍA, númer 64. í röðinni, verður haldið á Hótel Framtíð á Djúpavogi sunnudaginn 30. mars nk. og hefst klukkan 12:00. Á þingingu verða gerð upp helstu verk síðasta árs og stefnan mótuð fyrir það næsta.

Lesa meira

Bikarúrslitahelgi í blaki

Kvennalið Þróttar tekur um helgina þátt í úrslitakeppni bikarkeppninnar í blaki sem fram fer í Laugardalshöll. Þróttur tapaði fyrir HK í úrslitum í fyrra og fyrirliði liðsins viðurkennir að í því sitji „ákveðinn hefndarþorsti."

Lesa meira

UÍA auglýsir eftir sumarstarfsmanni

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands auglýsir eftir sumarstarfsmanni.

UÍA er héraðssamband og aðili að ÍSÍ og UMFÍ. Aðildarfélög UÍA eru öll íþrótta- og ungmennafélög á Austurlandi.

Starfið felst í skrifstofurekstri UÍA, umsjón með fjármálum sambandsins, samskiptum við aðildarfélög og opinbera aðila og viðburðarstjórnun.

Lesa meira

Vinnufundur um framtíð Landsmóta UMFÍ

Samþykkt var á síðasta sambandsþingi UMFÍ að hefja fundarherferð vegna stefnumótandi vinnu um framtíð landsmóta UMFÍ. Fundur verður haldinn á skrifstofu UÍA miðvikudaginn 26. mars og hefst hann kl. 20:00

Lesa meira

Höttur sigraði Augnablik 115-71

Hattarmenn notuðu tækifærið í síðasta heimaleik sínum í deildarkeppninni í vetur til að leyfa þeim leikmönnum sem minna hafa spilað í vetur til að spreyta sig. Mótherjinn þann 7. mars var neðsta lið deildarinnar, Augnablik, sem er stigalaust og Höttur vann stórsigur, 115-71.

Lesa meira

Hennýarmót í sundi - Úrslit

Hennýjarmótið í sundi fór fram í sundlaug Eskifjarðar laugardaginn 1. mars. Mótið er haldið til minningar um Þorbjörgu Hennýju Eiríksdóttur sem fórst af slysförum haustið 2011. 

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok