Gott gengi hjá Leikni á Kjarnafæðismótinu

Undirbúningstímabilið er hafið hjá austfirskum knattspyrnuliðum. Leiknir fór norður í Eyjafjörð og tók þar þátt í Kjarnafæðismótinu. Liðið vann síðustu tvo leiki sína í mótinu sem spilaðir voru um helgina.

Leiknir mætti KA í fyrsta leik mótsins fyrir tveimur vikum og tapaði þar 5-1 í leik þar sem Bjarni Freyr Guðmundsson skoraði mark Leiknis úr víti.

Seinni tveir leikir liðsins voru um helgina. Sá fyrri var við Þór 2 og vann Leiknir hann 2-4. Ingimar Harðarson skoraði tvö mörk í leiknum og þeir Baldur Smári Elfarsson og Hákon Guðni Hjartarson sitt markið hvor.

Leiknir lék síðan gegn Fjallabyggð á sunnudag og vann þar öruggan sigur 4-0. Baldur Smári, Alexander Bjarki Rúnarsson og Kristófer Páll Viðarsson skoruðu allir fyrir Leikni en eitt markið var sjálfsmark.

Kristófer Páll skrifaði nýverið undir eins árs samning við Leikni en hann var síðan til reynslu hjá danska liðinu Esbjerg í viku.

Fleiri austfirsk lið hafa spilað æfingaleiki að undanförnu en Fjarðabyggð vann Hött í síðustu viku 2-1. Bjarni Harðarson kom Hetti yfir snemma leiks með marki úr víti en Stefán Þór Eysteinsson og Almar Daði Jónsson jöfnuðu fyrir Fjarðabyggð í seinni hálfleik.

Sara Atladóttir hefur samið við Fjarðabyggð um að leika með liðinu í fyrstu deild kvenna í sumar og aðstoða við þjálfun þess. Sara er 22ja ára varnarmaður og á að baki fjölda leikja með FH en hún spilaði með Fjarðabyggð sumarið 2011 sem lánsmaður frá Hafnarfjarðarliðinu.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok