Snæfell 2013 komið út

Nýjasta tölublaði Snæfells var dreift til Austfirðinga í síðustu viku. Þar er farið yfir árið hjá UÍA í máli og myndum. Aðalviðtal blaðsins er við Sigurð Haraldsson, Leikni Fáskrúðsfirði, sem keppir í frjálsum íþróttum á alþjóðavettvangi.

Sigurður Haraldsson er margfaldur Íslands-, Norðurlanda-, Evrópu- og heimsmeistari í frjálsíþróttum. Hann byrjaði ekki keppnisferil sinn á alþjóðavettvangi fyrr en eftir sjötugt og þá eftir fjörtíu ára hlé frá íþróttaiðkun. Snæfell ræddi við hann um uppeldið á Fáskrúðsfirði, verðlaunasöfnun á stórmótum og harða samkeppni á öldungamótum.
Af öðru efni má nefna viðtal við Þorbjörgu Ólöfu Jónsdóttur, íþróttamann UÍA árið 2012 en Þorbjörg hefur árum saman verið máttarstólpi í liði Þróttar og varð Íslands- og deildarmeistari með Þrótti í vor og fór með íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikana í Lúxemborg.

Blaðið er hægt að lesa hér.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok