Glímt um Aðalsteinsbikarinn

Fjórðungsglíma Austurlands, keppnin um Aðalsteinsbikarinn, fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2013. Tuttugu og tveir keppendur kepptu í tveimur flokkum karla og þremur flokkum kvenna.

Mótið gekk vel fyrir sig og sjá mátti margar fjörugar glímur um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, sem gefinn er í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa á Reyðarfirði. Eftir margar skemmtilegar glímur stóðu eftirtaldir uppi sem sigurvegarar og hömpuðu því Aðalsteinsbikarnum árið 2013.

Stelpur 10-12 ára – Nikólína Bóel Ólafsdóttir

Strákar 10- 12 ára – Leifur Páll Guðmundsson

Meyjar 13-15 ára – Bylgja Rún Ólafsdóttir

Piltar 13- 15 ára – Haraldur Eggert Ómarsson

Konur - Eva Dögg Jóhannsdóttir

Karlar – Ásmundur Hálfdán Ásmundsson

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok