Sjö lið kepptu á Vetrarleikum Blæs síðastliðinn laugardag

Mótastarf Hestamannafélagsins Blæs hófst síðustu helgi þegar fyrsta mót í mótaröðinni Vetrarleikar Blæs 2014 var haldið í Dalahöllinni á Norðfirði. Vetrarleikarnir eru liðakeppni þar sem að þrír knapar skipa liðið en knaparnir safna einnig stigum í einstaklingskeppni.

Þátttakan var afar góð og mótið heppnaðist mjög vel. Það voru sjö lið sem voru skráð til leiks með tuttugu og einn knapa sem kepptu í fjórgangi. Fimm stigahæstu knaparnir riðu í úrslitum og þar sigraði Laufey Sigurðardóttir á Röst frá efri Miðbæ með 24 stig.

Eftir þetta fyrsta mót standa stigin fyrir þrjú efstu liðin svona:

Hestar og menn 2014 48,5

Miðbær 47,5

Tjarnarland 46,5

Næsta mót í röðinni verður haldið 8. mars og verður þá keppt í smala.

Kvennatölt Blæs verður haldið í Dalahöllinni laugardaginn 8. febrúar næstkomandi kl. 14:00. Þar verður keppt í opnum flokki fyrir meira vanar og í opnum flokki fyrir minna vanar.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok