Farið hefur verið yfir verklag hjá Flugfélagi Íslands eftir að leikmenn Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar voru látnir sitja við brottför vélar félagsins frá Reykjavík síðasta vor. Ferðakostnaður austfirskra íþróttafélaga var yfir fjörutíu milljónir í fyrra.
Ólafía Svanbergsdóttir, ellefu ára stúlka úr Neskaupstað, vann til þrennra verðlauna á alþjóðlegu íþróttamóti fatlaðra í Malmö í Svíþjóð um síðustu helgi.
Það er mikið að gera hjá elstu iðkendunum hjá SKÍS sem margir hverjir þeysast út um allt land til að taka þátt í bikarmótum og öðrum viðburðum.
Eiríkur Ingi Elísson og Guðsteinn Hallgrímsson þreyttu frumraun sína í fullorðinsflokki á Akureyri í lok janúar og komu heim reynslunni ríkari eftir að hafa keppt samtals í 4 greinum á þremur dögum.
Leikmenn úr meistaraflokkum Þróttar Neskaupstaðar þurftu að beita handafli til að losa snjóruðningstæki sem fast var á Möðrudalsöræfum sl. sunnudag. Liðin þurftu tvær tilraunir sem tóku samtals um ellefu klukkutíma til að komast yfir öræfin og misstu af þorrablótinu í Neskaupstað.
Steingrímur Örn Þorsteinsson úr UÍA varð um helgina Íslandsmeistari í langstökki innanhúss í flokki 14 ára pilta. Fleiri keppendur sambandsins náðu góðum árangri á Meistaramóti Íslands. Hamar stöðvaði sigurgöngu körfuknattleiksliðs Hattar, Leiknir varð í þriðja sæti Kjarnafæðismótsins og Þróttur tapaði fyrir toppliði HK í úrvalsdeild karla í blaki.
Samskipti á öllum stigum unglingamenningar verða í forgrunni á forvarnarþingi, sem fer fram í Nesskóla í Neskaupsstað nk. laugardag, 8. febrúar kl. 10:00 til 13:00. Aðgangur er ókeypis.
Skíðakonan Erna Friðriksdóttir var meðal þeirra sem styrk hlutu úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fyrir skemmstu. Þá hefur hún einnig fengið styrk frá Fljótsdalshéraði. Erna tekur þátt í vetrarólympíuleikum fatlaðra sem fram fara í Rússlandi í mars.