Ávaxtamót UÍA og Loðnuvinnslunnar hf

Ávaxtamót UÍA og Loðnuvinnslunnar í frjálsum íþróttum verður haldið í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði Laugardaginn 22. febrúar.

Húsið opnar kl. 11:30 og keppni hefst kl. 12:00. Um að gera að mæta tímanlega svo hægt verði að hefja keppni á slaginu 12.

Mótið er fyrir 10 ára og yngri og kjörið tækifæri til að kynnast frjálsum íþróttum.

Keppt verður í langstökki án atrennu, boltakasti, spretti og svo í lok mótsins verður þrautabraut.

Lesa meira

Skíðafólk á fleygiferð

Það er mikið að gera hjá elstu iðkendunum hjá SKÍS sem margir hverjir þeysast út um allt land til að taka þátt í bikarmótum og öðrum viðburðum.

Eiríkur Ingi Elísson og Guðsteinn Hallgrímsson þreyttu frumraun sína í fullorðinsflokki á Akureyri í lok janúar og komu heim reynslunni ríkari eftir að hafa keppt samtals í 4 greinum á þremur dögum.

Lesa meira

UÍA eignaðist Íslandsmeistara í langstökki

Steingrímur Örn Þorsteinsson úr UÍA varð um helgina Íslandsmeistari í langstökki innanhúss í flokki 14 ára pilta. Fleiri keppendur sambandsins náðu góðum árangri á Meistaramóti Íslands. Hamar stöðvaði sigurgöngu körfuknattleiksliðs Hattar, Leiknir varð í þriðja sæti Kjarnafæðismótsins og Þróttur tapaði fyrir toppliði HK í úrvalsdeild karla í blaki.

Lesa meira

Erna styrkt á Ólympíuleikana

Skíðakonan Erna Friðriksdóttir var meðal þeirra sem styrk hlutu úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fyrir skemmstu. Þá hefur hún einnig fengið styrk frá Fljótsdalshéraði. Erna tekur þátt í vetrarólympíuleikum fatlaðra sem fram fara í Rússlandi í mars.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok